Hrannar Fossberg Viðarsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa skotið á karl og konu á bílaplani við Þórðarsveig í Grafarholti þann 10. febrúar árið 2022. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mannlíf greinir frá. Hrannar er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþolunum 4,5 milljónir króna í miskabætur.
Konan, sem er fyrrverandi unnusta Hrannars, fékk skot í magann og slasaðist lífshættulega, maðurinn fékk skot í lætið. Hrannar var í um 30-40 metra fjarlægð frá brotaþolunum og skaut á þau úr farþegasæti bíls.
Fyrir dómi viðurkenndi Hrannar stórfellda líkamsárás en hafnaði því að hafa ætlað að myrða fólkið. Hann fullyrti jafnframt að árásin hefði beinst að karlmanninum en konan hefði óvart orðið fyrir skoti.