fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. mars 2023 08:59

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Frosti, eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og krafðist viðbragða við fullyrðingum þess efnis að Edda Falak, blaðamaður á Heimildinni, hafi gerst sek um ósannindi varðandi bakgrunn sinn í viðtölum.

Sjá einnig: Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Heimildin hefur nú brugðist við og í yfirlýsingu sem forsvarsmenn sendu á fjölmiðla rétt í þessu kemur fram að Edda biðst velvirðingar á missögninni.

„Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni,“ kemur fram.

Yfirlýsingin í heild sinni

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um opið bréf Frosta Logasonar

Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á.

Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni.

Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara.

Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra.

Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana.

Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku.

Fyrir hönd Heimildarinnar,

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“