fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 16:00

Eydís Mary Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein sem Jörgen Pedersen, stjórnarformaður trúfélags Votta í Noregi, birti í Morgunblaðinu þann 18. mars, vekur hörð viðbrögð. Í greininni gagnrýndi Jörgen sjónvarpsumfjöllun Stöðvar 2 og fleiri umfjallanir um samfélag Votta á Íslandi. Sakaði hann íslenska fjölmiðla um að hafa „í­rekað borið fram al­var­leg­ar og ærumeiðandi ásak­an­ir á hend­ur Vott­um Jehóva,“ og sagði ennfremur:

„Vott­ar Jehóva eru vel þekkt alþjóðlegt trú­fé­lag. Safnaðar­menn eru 8,6 millj­ón­ir á heimsvísu og söfnuður­inn hef­ur starfað á Íslandi í næst­um 100 ár. Vott­ar Jehóva virða rétt hvers og eins til að ákveða hvaða trú­ar­skoðanir hann aðhyll­ist, ef þá ein­hverj­ar. Rann­sókn­ir fræðimanna hafa sýnt fram á að vott­ar Jehóva „bera mikla virðingu fyr­ir líf­inu og mann­legri reisn“ og trú­ar­kenn­ing­ar þeirra „ein­kenn­ast af ríku­legu val­frelsi og frelsi til að taka eig­in ákv­arðanir“.“

Eins og DV greindi frá í gær hefur Örn Svavarsson, stofnandi Heilsuhússins og fyrrverandi votti, svarað grein Norðmannsins og ítrekar Örn þær ásakanir sínar að einelti og útskúfun séu hluti af menningu Vottanna:

„Vott­ur sem miss­ir trúna á guðinn Jehóva og fé­lag hans, eða vel­ur að lifa sínu lífi með öðrum hætti en fé­lagið býður, er rek­inn. Fólk er smánað. Útskúf­un þar sem öllu þess fólki, æsku­vin­um jafnt sem frænd­fólki, nán­ustu fjöl­skyldu, jafn­vel systkin­um, for­eldr­um og börn­um er bannað að hafa við það nokk­urt sam­neyti, er and­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd. Þegar heilt sam­fé­lag tek­ur sig sam­an um að leggja fæð á einn ein­stak­ling, þegar heill söfnuður fær fyr­ir­mæli frá sín­um and­legu leiðtog­um um að hunsa einn úr sín­um hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frek­ar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slík­ar öfga­full­ar aðgerðir einelti á hæsta stigi og hróp­leg brot á mann­rétt­ind­um.“

„Hver eru þessi ósannindi?“

Meðal þeirra sem stigið hafa fram í þeirri umfjöllun sem Jörgen beinir spjótum sínum að er Eydís Mary Jónsdóttir. Eydís svarar skrifum Jörgens í grein sem hún birtir Vísi í dag. Eydís spyr hverjar hinar ærumeiðandi ásakanir séu sem Jörgen ýjar að.  „Hver eru þessi ósannindi?“ spyr hún. „Er Jørgen að halda því starfsfólk Jafnréttisstofu, sé að ljúga þegar trúfélaginu var sent bréf þess efnis að myndband inn á heimasíðu þess, sem ætlað er börnum, innihaldi efni sem samræmist ekki lögum? Er Jørgen að halda því fram að þær konur sem komu fram í Kompás séu að ljúga þegar þær segist hafa fæðst inn í Trúfélag Votta Jehóva? Er Jørgen að segja að þær séu að ljúga því að hafa misst tengsl við alla vini, fjölskyldur og í raun allt þeirra stuðningsnet, þegar þær hættu, sumar vegna ákvörðunar foreldra sinna. Eru þær að ljúga þegar þær allar lýsa gríðarlegu harðræði gagnvart börnum sem gátu ekki setið kyrr á samkomum?“ spyr Eydís.

Eydís segist bæði hafa upplifað og horft upp á sídendutekið ofbeldi gegn börnum í söfnuðinum og lýsir harðneskjulegri meðferð á börnum sem ekki tókst að vera hljóð og kyrr á samkomum sem tóku eina og hálfa til tvær klukkustundir:

„Er ég að ljúga þegar ég segi frá því að ég man eftir því að hafa bæði upplifað og horfa upp á síendurtekið ofbeldi gagnvart börnum sem ekki gátu setið kyrr og þagað á samkomum? Er móðir mín að ljúga þegar hún segir mér frá því öldungar safnaðarins hafi kennt henni aðferðir við að passa upp á að ég, þá kornabarn, væri algjörlega kyrr og hljóðlát í gegnum 90-120 mínútna samkomur, 2 sinnum í viku? T.d. með því að pota á milli rifja á kornabarni, klíp í lærið eða toga í hárin næst hálsinum þegar ég gerði mig líklega til þess að hreyfa mig eða babla eins og kornabörn gera? Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að hafa á hverjum fimmtudegi og sunnudegi, í mörg ár, horft upp á önnur börn toguð upp á eyrunum eða handleggjunum og dregin inn í hliðarherbergi í ríkisalnum þar sem allur söfnuðurinn heyrði grátur þeirra vegna þess sem ég get bara gert ráð fyrir að hafi verið barsmíðar. Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að allt fullorðna fólkið í söfnuðinum, fólk ég leit upp til og treysti, hélt áfram að horfa á ræðumanninn eins og ekkert væri að gerast í handan veggjarins? Er ég að ljúga þegar ég segi frá því hversu skelfileg tilfinning það var að vera eitt þessara barna sem var dregið inn í hliðarherbergið? Allt út af því að við, verandi börn, áttum erfitt með að þegja og sitja kyrr í 90-120 mínútur.“

Sjá grein Eydísar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt