fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 05:15

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendur við Moscow Aviation Institute eru komnir í mikla klemmu. Þetta er einn af bestu háskólum Rússland en þar eru meðal annars verkfræðingar, sérhæfðir í flugtækni, geimtækni og flugskeytatækni, menntaðir.

Klemman sem nemendurnir eru komnir í er að nú standa þeir frammi fyrir þeim valkosti að ef þeir ganga ekki til liðs við rússneska herinn, þá fá þeir ekki útskriftarskírteinið sitt.

Sky News skýrir frá þessu og byggir á umfjöllun óháða rússneska miðilsins Vertska.

Vertska segir að útskriftarskírteini verði ekki gefið út fyrr en stúdentarnir hafa skrifað undir herkvaðninguna. Stúdent sagði í samtali við miðilinn að á skrifstofunni, þar sem skrifað er undir herkvaðninguna, sitji fulltrúi hersins.

Stúdentarnir, sem eiga í hlut, hafa stundað nám í háskólanum í fimm og hálft ár og sótt sér sérmenntun. Þeir eru að sögn hluti af áætlun Rússa um kalla mörg þúsund unga menn, frá öllu landinu, í herinn.

Vertska segir að sumir stúdentar hafi hafnað þessu kostaboði um að ganga til liðs við herinn og hafi það kostað þá útskriftarskírteinið.

Orðrómur er á kreiki um að Pútín hyggist kalla 500.000 menn í herinn á næstunni en í september kallaði hann 300.000 menn til herþjónustu. Það hefur ekki dugað til sigurs í Úkraínu og því virðist hann hafa þörf fyrir enn fleiri hermenn til að senda á vígvöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar