Þuríður Arna Óskarsdóttir er látin tvítug að aldri eftir 18 ára baráttu við erfið veikindi. Þuríður skilur eftir sig foreldra og fjögur yngri systkini, þau Oddný Erlu, Theodór Inga, Hinrik Örn og Jóhönnu Ósk.
Þuríður greindist með heilaæxli rúmlega tveggja ára. Haustið 2006 fengu foreldrar hennar, Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Óskar Örn Guðbrandsson, þær fréttir að æxlið væri orðið illkynja. Í forsíðuviðtali sunnudagsblað Morgunblaðsins í apríl 2017 sagði Áslaug dóttur sína kraftaverk.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir minnist bróðurdóttur sinnar í færslu á Facebook í dag, sem hún DV góðfúslegt leyfi til að birta.
„Elskulega Þuríður Arna hefur nú kvatt fjölskyldu sína og vini eftir 18 ára baráttu við erfið veikindi. Við ættingjar og vinir ásamt fjölmörgum öðrum sem hafa fylgst með hetjulegri baráttu Þuríðar vitum hvaða toll baráttan hefur tekið af fjölskyldunni sem öll hafa staðið eins og klettar við hlið Þuríðar. Þrátt fyrir veikindi Þuríðar hafa systkinin blómstrað hvert fyrir sig, jafnt í skóla, íþróttum og tómstundum og staðið saman sem fjölskylda og stutt hvort við annað. Nú hefst tími mikilvægrar uppbyggingar fjölskyldunnar en Þuríður skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla.“
Stofnaður hefur verið minningarreikningur sem mun styðja við þau mikilvægu verkefni sem framundan eru og hlúa að systkinum Þuríðar. Reikningurinn er á nafni Oddnýar Erlu sem er elst systkinanna fjögurra.
Þeir sem vilja minnast Þuríðar er því bent á þennan reikning.
Kennitala: 3004042510
Reikningsnúmer: 0515-14-413286
Þórunn Eva. G. Pálsdóttir, stofnandi Mia Magic minnist Þuríðar Örnu einnig með kærleika og hvetur þá sem tök hafa á að styðja við syskini hennar.
„Elsku dásamlega Þuríður Arna hennar verður sárt saknað. Stærsti og fallegasti persónuleiki sem ég hef fengið forréttindi á að kynnast. Alltaf til í grín og glens sama hvað.
Systkini Þuríðar eru öll, líkt og stóra systir sín framúrskarandi á sínu sviði. Virkilega flottur hópur af vel gerðum einstaklingum enda eiga þau einstaklega flotta og vel gerða foreldra. Þau hafa haldið utan um þennan magnaða hóp sinn í gegnum öll þessi veikindi elsku hetjunnar sinnar.
Nú er mikið verið að biðja um styrki fyrir allskonar verkefnum, fyrir einstaklinga og fleira. Allt er þetta mikilvægt en langar mig að biðja ykkur að staldra aðeins við hjá þessari mögnuðu fjölskyldu sem er að kveðja fallegu stelpuna sína hana Þuríðu Örnu.
Elsku hjartans vinir mínir ef þið eigið smá aflögu þætti mér vænt um að það færi á þennan dásamlega stað.“