Bankastræti Club málið er óvenjulega umfangsmikið því sakborningar í málinu eru hvorki fleiri né færri en 25 talsins. Af þeim sökum er þingsetning í málinu í fjórum hollum og tekur margar klukkustundir.
Erfiðara er að skipta aðalmeðferð upp með slíkum hætti en búast má að hún verði í haust. Samkvæmt heimildum DV er til athugunar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að fá afnot af Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu undir aðalmeðferðina. Tekið skal fram að ákvörðun um slíkt hefur ekki verið tekin.
Þjóðmenningarhúsið er skammt frá vettvangi hópárásarinnar sem framin var á Bankastræti Club þann 17. nóvember, þ.e. við Hverfisgötu.