Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.
Á árunum 2012 og 2013 voru um tíu lögreglumenn til staðar fyrir hverja tíu þúsund ferðamenn en 2017 og 2018 var hlutfallið komið niður í tæplega þrjá lögreglumenn.
Ef fjöldi lögreglumanna er borinn saman við evrópskt meðaltal er munurinn mikill að sögn Morgunblaðsins sem segir að samkvæmt tölum Eurostat frá 2020 hafi meðaltalið í Evrópu þá verið 333,4 lögreglumenn á hverja hundrað þúsund íbúa. Hér á landi er hlutfallið 176 lögreglumenn á hverja hundrað þúsund íbúa.
Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.