Á tólfta tímanum var maður handtekinn á bar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Tilkynnt hafði verið að hann væri að ógna fólki með hníf. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á ellefta tímanum var tilkynnt um eignaspjöll í Garðabæ. Þar höfðu nokkrir aðilar skemmt bifreið með því að berja hana með hafnaboltakylfu að sögn sjónarvotts.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Fjármunum var stolið úr sjóðvél verslunar í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Í Kópavogi var brotist inn í verslun í nótt og sjóðvél og posa stolið. Meintur innbrotsþjófur var handtekinn skömmu síðar. Þýfið fannst hjá honum. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Breiðholti var brotist inn í verslun og reynt að komast að sjóðvélinni en án árangurs.