fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 05:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var ökumaður handtekinn í Laugardalshverfi. Hann er grunaður um að hafa stolið bifreið, ekið henni á tvær aðrar, að hafa verið undir áhrifum vímuefna og að hafa stungið af frá vettvangi óhappsins. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var maður handtekinn á bar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Tilkynnt hafði verið að hann væri að ógna fólki með hníf. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um eignaspjöll í Garðabæ. Þar höfðu nokkrir aðilar skemmt bifreið með því að berja hana með hafnaboltakylfu að sögn sjónarvotts.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Fjármunum var stolið úr sjóðvél verslunar í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Í Kópavogi var brotist inn í verslun í nótt og sjóðvél og posa stolið. Meintur innbrotsþjófur var handtekinn skömmu síðar. Þýfið fannst hjá honum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholti var brotist inn í verslun og reynt að komast að sjóðvélinni en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“