fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur ógildir nálgunarbann – Hringdi sjálfur í lögregluna og sagðist vera að berja konuna sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður skuli fjarlægður af heimili sínu og sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni.

Hefur Landsréttur vísað málinu aftur í hérað til meðferðar og telur ekki liggja skýrt fyrir hver sé vilji konunnar í málinu. Í úrskurðinum segir:

„Við fyrirtöku málsins í héraði 14. mars 2023 er bókað: „Réttargæslumaður upplýsir að varnaraðili sé á heimili brotaþola og hafi verið það alla sl. helgi. Brotaþoli kveðist nú vera mótfallin kröfu um brottvísun og nálgunarbann“. Síðan segir: „Réttargæslumaður telur þetta ekki endurspegla raunverulegan vilja brotaþola.“ Af síðastnefndri bókun leiðir að óljóst er hvort brotaþoli hafi í raun fallið frá beiðni sinni um brottvísun varnaraðila af heimili og nálgunarbann. Var því óhjákvæmilegt að leiða í ljós með afdráttarlausum hætti hver afstaða brotaþola var til kröfunnar áður en kveðinn var upp úrskurður í héraði. Þar sem það var ekki gert er ekki unnt að kveða upp úrskurð í málinu. Er því óhjákvæmilegt að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 29. apríl 2015 í máli nr. 302/2015.“

Óhugnanlegar lýsingar í héraðsdómi

Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra kom fram að föstudaginn 10. mars síðastliðinn hefði maðurinn sjálfur hringt í neyðarlínuna og sagst vera að berjast konuna sína. Lýsingar konunnar á því ofbeldi eru mjög óhugnanlegar:

„Samkvæmt frásögn brotaþola segir hún að sakborningur hafi tekið hana hálstaki og skellt henni á gluggasillu í eldhúsinu. Hann síðan dregið hana í hálstakinu eða á hárinu úr eldhúsinu inn í stofu. Þar sem hann hafi dregið hana um gólfið og lamið hana ítrekað í hnakkann og hársvörðinn. Brotaþoli segist hafa misst andann vegna hálstaksins. Þessi átök segir brotaþoli hafi staðið í um 10 mínútur og hún hafi vonast eftir að sakborningur dræpi hana ekki.“

Einnig kemur fram að á aðeins tveimur mánuðum hafi maðurinn verið kærður fimm sinnum til lögreglu fyrir ofbeldisbrot gegn konunni. Á sama tíma hafi lögreglan á Norðurlandi eystra haft 24 sinnum afskipti af manninum vegna vandamála milli hans og konunnar. Var því talið að fullreynt væri með aðrar leiðir til að stilla til friðar en að vísa manninum af heimilinu og leggja á hann nálgunarbann.

Málið verður nú tekið fyrir í héraðsdómi aftur og úrskurðað á ný um hvort vísa eigi manninum af heimilinu og setja hann í nálgunarbann, eða ekki.

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla