Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, sem sagði að maðurinn hafi leitað til samtakanna.
Til að standa undir þessari auknu greiðslubyrði þarf maðurinn að auka tekjur sínar um 3,7 milljónir á ári.
Því er spáð að Seðlabankinn hækki vexti enn frekar í næstu viku og þá mun staða mannsins versna enn frekar.
Breki sagði að eina úrræði fólks í svipaðri stöðu sé að semja við lánastofnanir um að breyta óverðtryggðu láni í verðtryggt. Þá bíta vextirnir minna sagði Breki en benti á að um leið vinni það gegn markmiði Seðlabankans að ná niður vöxtum með því að reka landsmenn í verðtryggð lán á nýjan leik.