Samtökin No Borders Iceland standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli í dag en þá fer útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í atkvæðagreislu. Frumvarpið felur meðal annars í sér þá breytingu að hægt er að fella niður velferðarþjónustu hjá hælisleitendum ef Útlendingastofnun hefur metið umsókn þeirra sem tilhæfulausa.
„Flóttamennirnir sem standa meðal annars fyrir mótmælunum munu í kjölfar lagabreytinganna vera gerðir heimilislausir, framfærslulausir og sviptir allri heilbrigðisþjónustu nema því sem ÚTL telur lífsnauðsynlegt. Þeir hafa verið í pattstöðu á Íslandi í yfir 5 ár,“ segir í tilkynningu frá No Borders Iceland.
Mótmælafundurinn hefst kl. 16:30 í dag. Viðburðinum eru gerð nánari skil á FB-síðunni Fellum útlendingafrumvarpið og FB-viðburði fundarins.