fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Hyggjast stækka Keflavíkurflugvöll mikið – Á við fimmfalda Smáralind

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 09:00

Frá Leifsstöð. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugað er að stækka Keflavíkurflugvöll um á fjórða hundrað þúsund fermetra en það svarar til rúmlega fimmfalds grunnflatar Smáralindar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þetta megi lesa úr skýrslu VSÓ vegna umhverfismats fyrirhugaðra framkvæmda.

Áform eru uppi um að byggja nýja austurálmu, stækka suðurbyggingu til austurs og breikka landganginn á milli suður- og norðurhluta flugstöðvarinnar, þannig að úr verði tengibygging.

Norðurbyggingin, sem er gamla flugstöðin, verður stækkuð til suðurs. Nýir landgangar verða byggðir til austurs í áföngum en fullbyggður á hann að rúma allt að 17 flugvélahlið með landgöngubrúm.

Bílastæðahús gleymast ekki því gert er ráð fyrir tveimur slíkum og verða þau samtals 100.000 fermetrar.

Þessum framkvæmdum er ætlað að mæta væntanlegri fjölgu farþega næsta áratug en farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir að 11,4 til 13,6 milljónir farþega muni fara um völlinn árið 2032.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“
Fréttir
Í gær

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“
Fréttir
Í gær

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann
Fréttir
Í gær

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“