Hann segir einnig að hann vænti þess að hann muni takast á við Volodymyr Zelenskyy, núverandi forseta, og Petro Porshenko, fyrrum forseta, um embættið.
„Ef ég sigra í kosningunum og verð forseti Úkraínu, þá verður allt gott. Þá verður engin þörf fyrir sprengjur,“ segir hann.
Vangaveltur hafa verið upp á síðustu mánuðum um hvort Prigozhin stefni á þátttöku í stjórnmálum og myndi hugsanlega bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín.
Anton Herashcenko, ráðgjafi úkraínska innanríkisráðherrans, segir að með þessum ummælum sínum reyni Prigozhenko að beina athyglinni frá pólitískum metnaði sínum í Rússlandi þar sem hann dreymi um að komast til valda og jafnvel taka við af Pútín.
En Prigozhenko er auðvitað ekki kjörgengur í Úkraínu auk þess sem ólíklegt má teljast að landsmenn hafi nokkur hug á að hafa hann í landinu sínum.
Til að bjóða sig fram til forseta í Úkraínu þurfa frambjóðendur að vera úkraínskir ríkisborgarar og orðnir 35 ára á kjördeginum. Þeir verða einnig að hafa kosningarétt og tala úkraínsku og að hafa búið í Úkraínu síðustu 10 árin.