Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra harmar að íslenskir háskólar séu farnir að dragast aftur úr, miðað við löndin sem við berum okkur saman við. Hún segir áhyggjuefni að karlar flosni upp úr námi og það strax í framhaldsskóla.
„Það var hlegið að okkur þegar við komum fyrst í þinghúsið,“ segja kvennalistakonurnar Guðrún Agnarsdóttir og Sigríður Dúna sem rifja upp stór tímamót í íslenskri pólitík á Fréttavaktinni í dag.
„Óskarsverðlaunahátíðin í ár var skemmtilegri en árin á undan,“ segir Gunnar Anton Guðmundsson sem fylgdist með hátíðinni í nótt. Hann segir sigurvegara kvöldsins, kvikmyndina Everything Everywhere All at Once, vera vel að sigrinum komna, enda sé um að ræða langbestu mynd síðasta árs.