fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Rússneska stjórnarandstaðan eygir von

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er kominn tími til að grípa til vopna í Rússlandi til að velta Pútín af stalli? Eru skáksnillingur og auðmaður í útlegð með uppskriftina að pólitískum breytingum? Munu breytingarnar koma frá stjórnarandstöðuleiðtoga sem situr í fangelsi?

Þessu velta sumir fyrir sér í Rússlandi, og utan Rússlands, þessa dagana. Ástæðan er stríðið í Úkraínu sem hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Pútín lét lítið fyrir sér fara þegar þess var minnst að eitt ár var liðið frá upphafi innrásar Rússa. Ástæðan er að hann hafði ekki af neinu að státa, Rússar hafa ekki náð neinum markverðum árangri í stríðinu síðustu mánuði og hjá rússnesku elítunni og meðan margra almennra borgara er farið að bera á merkjum um óánægju með stríðið. En það er enn of snemmt að tala um pólitíska krísu í Kreml.

En hluti af rússnesku stjórnarandstöðunni er farinn að eygja von og á síðustu vikum hafa margir af leiðtogum hennar, sem eru margir hverjir í útlegð eða sitja í rússneskum fangelsum, viðrað hugmyndir sínar um Rússland án Pútíns.

Róttækasta hugmyndi er frá Ilja Ponomarev, fyrrum þingmanni, sem flúði frá Rússlandi 2014 í kjölfar innlimunar Krímskaga í Rússland. Hann var eini þingmaðurinn á rússneska þinginu sem greiddi atkvæði gegn innlimuninni. Fljótlega eftir það neyddist hann til að flýja land í skyndingu og hélt til Bandaríkjanna. Hann hefur dvalist í Úkraínu síðustu ár.

Hann starfrækir YouTube-rás og heimasíðu þar sem hann talar máli herskárra Rússa sem segjast berjast gegn rússnesku stríðsvélinni. Hann segist vera talsmaður hóps sem kallar sig „Rússneska lýðveldisherinn“. Í samtali við Spektr Press sagði hann að hópurinn hafi beðið hann um að skipuleggja fjölmiðlaumfjöllun um hann og vekja athygli á því sem er í gangi, segja heiminum hvað sé gert og af hverju.

Margir fréttaskýrendur og sérfræðingar eru fullir efasemda um þátttöku Ponomarev í aðgerðum þessa herskáa hóps og almennt séð um horfurnar á vopnaðri baráttu innanlands í Rússlandi. En Ponomarev nýtur stuðnings ákveðinna hópa í Úkraínu og Póllandi.

En það eru fleiri um hitunina en Ponomarev því nýlega birtu Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, og talsmaður frjálslyndra viðhorfa og Mikhail Khodorkosvky, fyrrum milljarðamæringur, grein í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs. Þar lögðu þeir til að Vesturlönd kasti allri varfærni fyrir borð í varðandi Kreml í tengslum við stríðið í Úkraínu. „Ef Vesturlönd standa föst fyrir, mun stjórn Pútíns líklega hrynja saman í náinni framtíð,“ skrifuðu þeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“