Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 81 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Ökumaður var handtekinn í Grafarvogi, grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við leit á honum fannst hnúajárn og lagði lögreglan hald á það. Ökumaðurinn var frjáls ferða sinna að sýnatöku lokinni.
Ökumaður var handtekinn í Hafnarfirði eftir að hann lenti í umferðaróhappi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann viðurkenndi að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar þegar hann ók bifreiðinni og að hafa ekki verið í öryggisbelti. Hann reyndist einnig vera ökuréttindalaus.