Þetta kemur fram í stöðuyfirliti breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins.
Segir ráðuneytið að skóflurnar séu líklega ætlaðar til notkunar í návígi.
Þetta eru skóflur sem voru hannaðar 1869 og hafa ekki breyst mikið síðan. Segir ráðuneytið að þær séu notaðar í „grimmdarlegum ótæknilegum bardögum“.
Ráðuneytið segir að einn herkvaddur Rússi hafi sagt að hann „sé hvorki líkamlega né andlega undir átök í Úkraínu búinn“.
Ráðuneytið segir einnig að svo virðist sem það sé að færast í aukana að það sé barist í návígi í fremstu víglínu og að það geti verið vegna þess að Rússar séu að verða uppiskroppa með hergögn.