Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að afurð flokkunarkerfisins hafi reynst ónothæf og hafi verið vitað frá upphafi að svo yrði.
Eins milljarða króna kostnaðurinn nær aðeins yfir flokkunarkerfið, ekki yfir heildarkostnaðinn við jarðgerðarstöðina.
Fréttablaðið hefur eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að ákvörðun núverandi stjórnar um að hætta notkun flokkunarkerfisins sýni að mistök hafi verið gerð. Heppilegra hefði verið að byrja strax að safna lífrænum úrgangi eins og gert er víða annars staðar.
„Ákvörðunin er óskiljanleg því Matvælastofnun benti strax á að molta sem unnin er úr blandaðri tunnu geti aldrei orðið söluhæf. Af hverju fyrri stjórn ákvað að fara þessa leið verður að teljast mjög sérstakt,“ sagði Jón Gunnar.