fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Tveir úr áhöfn Þórs ,,féllu fyrir borð“ og var bjargað af félögum sínum – Sjáðu myndbandið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. mars 2023 16:00

Mönnunum bjargað um borð í léttbátinn. Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði fyrir stuttu viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð. Einungis fjórir áhafnarmeðlima vissu af æfingunni fyrirfram, þeir tveir sem létu sig falla í sjóinn, skipherra og háseti sem tilkynnti að menn hefðu fallið fyrir borð.

Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður á Þór, stekkur í sjóinn.
Mynd: Landhelgisgæslan

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig varðskipið fjarlægist mennina sem eru í sjónum hratt en handtök áhafnarinnar á Þór voru snör þegar henni var tilkynnt að tveir væru í sjónum og voru þeir komnir um borð í léttbát varðskipsins rúmum fjórum mínútum eftir að hafa fallið í sjóinn.

Æfing sem þessi er afar mikilvæg og gekk sérlega vel, en hún fór fram í nágrenni Vestmannaeyja.

Léttbáturinn hífður um borð í Þór. Mennirnir voru komnir um borð aftur rúmum fjórum mínútum eftir að þeir féllu í sjóinn.
Mynd: Landhelgisgæslan

Fleiri myndir má sjá á vef Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda