CNN skýrir frá þessu og segir að flugmennirnir séu í herstöð í Tucson í Arizona. Hefur CNN eftir heimildarmanni innan varnarmálaráðuneytisins að um „hefðbundna aðgerð sé að ræða sem sé hluti af hernaðarsamstarfi Bandaríkjanna og Úkraínu“.
Með þessu verði betur hægt að hjálpa úkraínskum flugmönnum að verða enn betri flugmenn og einnig verði betur hægt að ráðleggja þeim hvernig þeir geti þróað eigin getu.
Flugmennirnir munu ekki fljúga bandarískum vélum í þessari heimsókn en munu nota flugherma.