fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Sif segir meðvirknina óhugnanlega – „Ritskoðunargleði, hneykslunargirni og þöggunartilburðir eru raunveruleg ógn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. mars 2023 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti pistlahöfundur landsins, Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur, segir meðvirknina sem virðist við lýði í dag vera óhuganlega. Hún segir að ritskoðunargleði, hneykslunargirni og þöggunartilburðir séu raunveruleg ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög.

Hún skrifar í pistli sem birtist hjá Fréttablaðinu í dag:

„Vinkona mín kennir bókmenntir við háskóla á Englandi. Nýverið kom til hennar nemandi og kvartaði undan smásögu sem hún hafði látið bekkinn lesa. Sagan var eftir Margréti Atwood og fjallaði um hvarf stúlku úr sumarbúðum. Nemandanum þótti efni sögunnar óviðeigandi því það væri átakanlegt. Vinkonu minni var brugðið. Uppákoman hefði þó ekki átt að koma á óvart.“

Sif rekur að í síðasta mánuði hafi borist fréttir þess efnis að Greenwich-háskólinn í London hafi bætt inntaksviðvörun (e. trigger warning) á bókina Northanger Abbey eftir Jane Austin þar sem nemendur voru varaðir við „kynbundnum staðalímyndum“ og „óheilbrigðum samböndum.“.

Skömmu áður hafði áðurnefndur skólinn sem vinkona hennar vinnur hjá bætt slíkri viðvörun á Stikkilsberja-Finn eftir Mark Twain til að vara við óviðeigandi orðlagi og óhugnanlegri atburðarás.

Dagblaðið Times hafi sýnt fram á hvernig breskir háskólar fjarlægi bækur af leslistum og úr hillum sínum sem hafi valdið einhverjum uppnámi og inntaksviðvaranir finnist nú víða í bókum eftir marga frægustu höfunda bókmenntasögunnar.

Cambrigde-háskóli hafi komið á námskeiði um tjáningarfrelsi til að kenna nemendum að umbera sjónarmið sem þeir eru ósammála í kjölfar þess að met var slegið í afboðuðum viðburðum vegna andstöðu nemenda sem átti rætur að rekja i þær skoðanir sem á viðburðinum átti að koma fram.

Sif rekur nýlegt mál frá Íslandi, umræðuna um verk Gunnlaugs Blöndals, sem sýna naktar konur, sem voru fjarlægðar fyrir nokkrum árum af veggjum Seðlabankans í kjölfar kvartana. Þetta hafi verið kallað ritskoðun. Veltir Seðlabankinn því fyrir sér hvort þetta sé raunverulegt dæmi um ritskoðunarhneigð samtímans.

„Leikkonan Cate Blanchett leikur umdeildan hljómsveitarstjóra í kvikmyndinni Tár. Í viðtali nýverið varaði hún við því að strokleðri væri beitt á bókmennta- og listasöguna. „Ef við lesum ekki gamlar bækur í sögulegu samhengi vegna þess að þær hneyksla okkur munum við aldrei skilja hugsunarhátt fortíðar og erum dæmd til að endurtaka hann.“ Blanchett gagnrýndi einnig kröfuna um að listamenn hefðu hreint móralskt sakavottorð. „Sjáið Picasso. Við getum rétt ímyndað okkur hvað átti sér stað í kringum vinnustofuna hans. En horfum við á Guernica og segjum verkið eitt það magnaðasta sem hefur verið málað? Já.“ 

Ritskoðunargleði, hneykslunargirni og þöggunartilburðir eru raunveruleg ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög. Svo óhugnanleg er meðvirknin með slíkum alræðistilburðum að einhverjum þætti vafalaust við hæfi að umfjöllun um hana fylgdi „trigger warning“. Illa ígrundaðar upphrópanir um bókabrennur og tepruskap í Seðlabankanum beina hins vegar sjónum frá kjarna málsins.

Ritskoðun er eitt. Samhengi hlutanna er annað. Guernica Picasso sýnir limlest lík og látið barn. Myndum við hengja málverkið upp í leikskóla? Myndum við fylla bókahillur Kvennaathvarfsins með klámfengnum skáldskap Michel Houellebecq? Hvers vegna þykir sjálfsagt að allsnaktar konur prýði veggi karlaveldis þar sem konur reyna nú að hasla sér völl og sýna að þær eru meira en kyntákn?

Nær væri að þau sem hrópa nú hátt um tepruskap sýndu af sér hugrekki og spyrntu fótum við raunverulegri ritskoðun. Því hún leynist víða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti