Úrbóta er vant varðandi aðgengismál og inngildingu fatlaðra nemenda við Háskóla Íslands. Ný skýrsla um aðgengismál varpar upp dökkri mynd af stöðunni. Háskólarektor segir úrbætur í ferli. Nína Richter ræðir við Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands.
Tuttugu ár eru liðin frá því Íslendingar byrjuðu að hjálpa fátækum börnum í Tógó, einu fátækasta landi heims. Alltaf jafn gefandi segir Bera Þórisdóttir í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson, en Bera hóf starfið á sínum tíma.
Óskar Guðjónsson saxófónleikari hefur komið víða við á fjölbreyttum ferli og spilað með sveitum á borð við ADHD og Moses Hightower. Hann leikur með Skúrnum, nýrri djasssveit sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um komandi helgi.