fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Karlmaður í Reykjanesbæ réðst á dreng á tólfta aldursári og frelsissvipti fyrir að gera dyraat hjá honum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. mars 2023 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður til lögreglu fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á dreng á tólfta aldursári. Frá þessu greinir RÚV.

Drengurinn gerði, í félagi við aðra drengi, dyraat hjá manninum á sunnudagskvöldið. Segir í frétt RÚV að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, sé í kjölfarið sakaður um að hafa setið fyrir drengjunum síðar um kvöldið, ráðist að þeim og dregið einn þeirra inn á heimili sitt þar sem hann læsti drenginn inni.

Hélt hann drengnum föstum í tæplega níu mínútur og neitaði að hleypa honum út. Hafi foreldri eins drengjanna þurft að brjóta rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast þangað inn og frelsa drenginn.

Samkvæmt móður drengsins hlaut hann áverka við árásina, bæði líkamlega og andlega.

Hefur umræddur maður áður verið kærður fyrir sambærilegt brot, en árið 2008 var hann ákærður fyrir að ráðast á sautján ára pilt sem var að gera dyraat hjá honum.

Sama ár hafi hann verið ákærður fyrir að ráðast á og nema á brott fimmtán ára dreng í bíl sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stór truflun hjá Landsneti eftir að Norðurál sló út – Rafmagnslaust varð á Vestfjörðum og hluta Austurlands

Stór truflun hjá Landsneti eftir að Norðurál sló út – Rafmagnslaust varð á Vestfjörðum og hluta Austurlands
Fréttir
Í gær

Ný tíðindi af „græna gímaldinu“ – Segja kjötvinnsluna eiga ekki að þurfa að fara í umhverfismat

Ný tíðindi af „græna gímaldinu“ – Segja kjötvinnsluna eiga ekki að þurfa að fara í umhverfismat
Fréttir
Í gær

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir