fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Viðkvæmt mál fyrir dómi á Vestfjörðum – Ákærður fyrir brot inni á salerni og í bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 14:30

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. mars næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði í máli manns sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni. Þinghald í málinu er lokað sem bendir til að málið sé viðkvæmt.

Meint brot var framið fyrir rétt um ári síðan, eða 20. febrúar árið 2022, aðfaranótt sunnudags. Maðurinn er sakaður um eftirfarandi háttsemi gagnvart konu inni á salerni íbúðar á ótilteknum stað: Strokið andlit og varir konunnar, ítrekað fært hendur sínar undir föt hennar og snert brjóst hennar innanklæða, gripið um og þuklað kynfæri hennar utanklæða og strokið rass hennar utanklæða. Hann er auk þess sakaður um að hafa, þessa sömu nótt, káfað á rassi konunnar í bíl sem var á ferð.

Héraðssaksóknari ákærir í málinu og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan krefst tveggja milljóna króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana