Þetta segir Vladimir Milov, sem var varaorkumálaráðherra Rússlands í byrjun aldarinnar. Hann lenti síðan upp á kant við Pútín og er nú harður andstæðingur hans og gagnrýnandi.
Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Milov segir þá muni ósigur Rússa hafa í för með sér að herinn muni endurskipuleggja sig og leggja til atlögu síðar.
Hann segir einnig að ósigur í stríðinu muni ekki endilega þýða að Pútín verði hrakinn frá völdum því hann hafi kerfisbundið þynnt í röðum hinnar pólitísku elítu og pólitíska kerfisins.
Milov segir að eina leiðin til að binda enda á þá ógn sem alþjóðaöryggi stafar af Rússlandi, sé að skipta algjörlega um ráðamenn í Kreml, allir núverandi ráðamenn þurfi að víkja.
„Ef Pútín verður ekki hrakinn frá völdum, ef við höldum áfram að hafa þessa árásargjörnu, heimsvaldasinnuðu stjórn, mun hún hugsa málin upp á nýt, endurskipuleggja sig, endurbyggja sig og síðan ráðast til atlögu á nýjan leik, líklega eftir nokkur ár,“ sagði hann í samtali við Sky News.