fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Icelandair eykur þjónustuna – Bjóða upp á að sækja farangurinn heim og innrita hann

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur opnað fyrir innritun farangurs á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug. Þjónustan er í boði á milli klukkan 19-22, kvöldið fyrir bókað flug. Farþegar geta svo við komuna á flugvöllinn daginn eftir farið beint í öryggisleit og þannig einfaldað ferðalagið um flugvöllinn. Farþegar þurfa að innrita farangur sinn í eigin persónu og hafa með sér vegabréf, eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Að auki hefur Icelandair hafið samstarf við Öryggismiðstöðina sem býður upp á þá þjónustu að sækja farangur heim til farþega og sjá um innritun á honum. Þjónustan er í boði fyrir farþega á höfuðborgarsvæðinu sem hafa innritað sig rafrænt. Farþegar bóka þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar í gegnum vefinn bagdrop.is og þar er einnig að finna verðskrá.

 „Við erum alltaf að leita leiða til að auka þjónustuframboð okkar og við viljum leggja okkur fram um að draga úr áhrifum sem framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli hafa á farþega. Þess vegna er mjög spennandi að kynna þessar tvær leiðir fyrir farþega til þess að auðvelda ferðalagið og stytta tímann sem fer í innritun á flugvellinum. Við hlökkum til að sjá viðtökur farþega við þjónustunni,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála og þjónustu.

Isavia stendur nú í miklum framkvæmdum á farangursfæriböndum í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir munu standa fram í apríl og eru liður í endurbótum á farangursflokkunar- og innritunarkerfi. Vegna framkvæmdanna geta farþegar búist við lengri afgreiðslutíma við innritun farangurs og því gæti sú þjónusta að innrita farangurinn daginn fyrir flugið hentað sérlega vel þeim farþegum sem eru á hraðferð eða þeim sem ferðast með mikinn farangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans