fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Guðmundur var rekinn frá landsliðinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2023 11:39

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið staðhæfir að brotthvarf Guðmundar Þ. Guðmundssonar úr starfi þjálfara karlalandsliðsins í handbolta hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun, eins og HSÍ hefur tilkynnt, heldur hafi Guðmundur verið látinn hætta.

Tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar í síðustu viku en hann hefur þjálfað liðið samfleytt frá árinu 2018. Liðið náði sjötta sæti á EM í Ungverjalandi 2022 en aðeins 12. sæti á nýafstöðnu HM-móti í Svíþjóð og Póllandi. Áður hefur Guðmundur náð að vinna Ólympíusilfur og EM-brons sem þjálfari Íslands, eins og alkunna er.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru ástæðurnar fyrir brottrekstri Guðmundar tvíþættar, annars vegar slakur árangur liðsins á HM og hins vegar samstarfsörðugleikar. Í fréttinni segir:

„Heim­ild­ir mbl.is herma að bæði meðlim­ir í landsliðsnefnd HSÍ og leik­menn liðsins hafi viljað ljúka sam­starf­inu árið 2021, eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu í Egyptalandi lauk. Þess í stað var ákveðið að fram­lengja samn­ing þjálf­ar­ans í tvígang.

And­rúms­loftið í her­búðum ís­lenska liðsins hef­ur ekki verið gott á síðustu stór­mót­um og var sam­band hans við leik­menn og aðra inn­an HSÍ komið í þann far­veg að því var ekki viðbjarg­andi.“

Leit HSÍ að nýjum landsliðsþjálfara hefst í næstu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“