fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Guðmundur var rekinn frá landsliðinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2023 11:39

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið staðhæfir að brotthvarf Guðmundar Þ. Guðmundssonar úr starfi þjálfara karlalandsliðsins í handbolta hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun, eins og HSÍ hefur tilkynnt, heldur hafi Guðmundur verið látinn hætta.

Tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar í síðustu viku en hann hefur þjálfað liðið samfleytt frá árinu 2018. Liðið náði sjötta sæti á EM í Ungverjalandi 2022 en aðeins 12. sæti á nýafstöðnu HM-móti í Svíþjóð og Póllandi. Áður hefur Guðmundur náð að vinna Ólympíusilfur og EM-brons sem þjálfari Íslands, eins og alkunna er.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru ástæðurnar fyrir brottrekstri Guðmundar tvíþættar, annars vegar slakur árangur liðsins á HM og hins vegar samstarfsörðugleikar. Í fréttinni segir:

„Heim­ild­ir mbl.is herma að bæði meðlim­ir í landsliðsnefnd HSÍ og leik­menn liðsins hafi viljað ljúka sam­starf­inu árið 2021, eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu í Egyptalandi lauk. Þess í stað var ákveðið að fram­lengja samn­ing þjálf­ar­ans í tvígang.

And­rúms­loftið í her­búðum ís­lenska liðsins hef­ur ekki verið gott á síðustu stór­mót­um og var sam­band hans við leik­menn og aðra inn­an HSÍ komið í þann far­veg að því var ekki viðbjarg­andi.“

Leit HSÍ að nýjum landsliðsþjálfara hefst í næstu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza