fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sprengjuhótanir í Reykjanesbæ – Ráðhúsið rýmt en ekki talin þörf á að rýma leikskóla

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 11:52

Ráðhús Reykjanesbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar barst tilkynning í morgun um að búið væri að koma fyrir sprengjum í ráðhúsinu. Skilaboðin bárust á almennt netfang ráðhússins og voru á ensku.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri segir við Víkurfréttir að húsið hafi verið rýmt. Um 100 manns starfa í húsinu, og þar er jafnframt bókasafn bæjarins.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Leitarhundar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru á leiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum segir við Vísir að hún telji hótunina ótrúverðuga. Samt sem áður hafi sérsveit ríkislögreglustjóra verið kölluð til og leitar hún nú af sér allan grun í húsinu með aðstoð sprengjuleitarhundar. 

Leikskólinn Akur, sem er á vegum Hjallastefnunnar, fékk sömuleiðis sprengjuhótun. Í tölvupósti sem sendur var til foreldra kemur fram að ekki sé talin þörf á að rýma leikskólann.

„Kæru fjölskyldur. Til okkar barst sprengjuhótun í tölvupósti sem lögreglan hefur verið upplýst um og er hún talin mjög ótrúverðug. Í samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að rýma leikskólann en við teljum mjög mikilvægt að foreldrar séu upplýstir. Á svipuðum tíma barst hótun til fleiri stofnana í Reykjanesbæ, þar með talið til Ráðhúss Reykjanesbæjar. Við erum í miklum og góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeinir okkur í gegnum þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“