fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Mikill eldsvoði í botni Tálknafjarðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 10:43

SkorturTálknafjarðarhreFrá Tálknafirði. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr kl. 9 í morgun barst Lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um að eldur væri laus í húsnæði fiskeldisfyrirtækis í botni Tálknafjarðar. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða seiðaeldisstöð Arctic Fish.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að svæðið hafi verið rýmt af af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum og þjóðvegurinn í botni fjarðarins lokaður til öryggis. Slökkvistarf stendur yfir. Í tilkynningunni er fólk beðið um að virða þessar lokanir enda gæti hætta skapast vegna eldsvoðans.

Uppfært kl. 10:53:

Samkvæmt Fréttablaðinu voru tveir fluttir á slysadeild vegna brunans en hann er í nýbyggingu fiskeldisverksmiðjunnar. „Það náðust allir út úr húsinu og tveir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ennfremur:

„Ég er hér á vettvangi. Það er mikill eldur í nýbyggingu. Það hefur allt tiltækt lið verið virkjað og er slökkvilið að vinna að því að slökkva eldinn.“

Hann segir jafnframt að tekist hafi að ná öllum út úr byggingunni í tæka tíð en sem fyrr segir voru tveir flutti á sjúkrahús til aðhlynningar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“