fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Rússnesk leyniskjöl varpa ljósi á ótrúlega áætlun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 05:20

Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjöl, sem var lekið frá rússnesku ríkisstjórninni, sýna að sögn áætlun Rússa um að innlima Hvíta-Rússland í Rússneska sambandsríkið fyrir 2030.

Nokkrir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun, þar á meðal sænska Expressen, bandaríska Yahoo News, úkraínska Kyiv Independent og fjöldi þýskra útvarpsstöðva. Blaðamenn þessara miðla eru aðilar að alþjóðlegum hópi rannsóknarblaðamanna sem komst yfir þessi skjöl.

Kyiv Independent birti áætlun Rússa lið fyrir lið á heimasíðu sinni. Þar er því lýst í smáatriðum hvernig á að innlima hina ýmsu geira hvítrússneska samfélagsins inn í Rússneska sambandsríkið.

2030 á að vera til Sameinuð ríki Rússlands og Belarús (Hvíta Rússland) eftir því sem segir í skjölunum. Kyiv Independent segir að ríkin eigi að fara sameiginlega með stjórn herja landanna.

Einnig á að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil og toll- og skattasvæði. Rússland á einnig að fá stjórn yfir upplýsingastreymi í Hvíta-Rússlandi. Rússneska á einnig að verða hið opinbera tungumál í Hvíta-Rússlandi.

Michael Carpenter, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggis- og samvinnustofnun Bandaríkjanna, sagði í samtali við Yahoo News að Rússar hafi sömu fyrirætlanir varðandi Hvíta-Rússland og Úkraínu. „Munurinn er að í Hvíta-Rússlandi er ætlunin að nota þvinganir frekar en stríð. Lokamarkmiðið er full innlimun,“ sagði hann.

Expressen segir að Rússar hafi gert svipaðar áætlanir fyrir Eistland, Lettland og Litháen auk Moldóvu og Úkraínu.

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skjölin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út