Það er á ábyrgð atvinnurekenda að gera Eflingarfólk launalaust með verkbanni. Sjóðir eflingar verða ekki tæmdir til að koma þar til bjargar segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson.
Maður sem lenti í því að Mannlíf birti fréttir upp úr minningargrein hans um bróður sinn, fagnar því að Mannlíf hafi verið dæmt til að greiða bætur í máli hans og Árvakurs sem fjallaði um höfundarrétt. Hann segist vona að málið verði til þess að fjölmiðlar hætti að hossa sér á sorg fólks. Margét Erla Maack ræðir við Atla Viðar Þorsteinsson.
Strákabandið Backstreet boys var það allra heitasta á tíunda áratugnum. Sveitin treður upp í Laugardalshöll þann 28. apríl næstkomandi. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV var eldheitur aðdáandi sveitarinnar á sínum tíma.