fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Fordæmalaust – Áhættusöm heimsókn Biden til Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 07:00

Biden og Zelenskyy fengu sér göngutúr í Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór til Kyiv í Úkraínu á mánudaginn og kom heimsbyggðinni á óvart með þessu. Ekkert hafði spurst út áður um að hann væri á leið til Kyiv. Aðeins nánasta samstarfsfólk hans og tveir blaðamenn vissu um heimsóknina.

Heimildarmenn í Hvíta húsinu segja heimsóknina hafa verið einstaka og án fordæma því þrátt fyrir að heimsóknin hafi komið heimsbyggðinni á óvart þá er það ekki þannig að einn valdamesti maður heims komi algjörlega fyrirvaralaust í heimsókn til lands sem á í stríði. BBC skýrir frá þessu.

Þetta var fyrsta heimsókn Biden til Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir tæpu ári.

Eins og áður sagði kom heimsóknin nánast öllum á óvart. En þrátt fyrir það hafði hún verið í undirbúningi í marga mánuði en það var ekki fyrr en á föstudaginn sem ákveðið var að láta verða af henni að sögn BBC og CNN.

Heimsóknin fór fram í tengslum við heimsókn Biden til Póllands.

BBC segir að margir fréttamenn hafi verið búnir að velta því upp hvort Biden myndi fara til Úkraínu þegar hann væri á annað borð kominn til Póllands en enginn reiknaði með að heimsóknin myndi fara fram eins og hún gerði þar sem Biden sást skyndilega á gangi í Kyiv með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út