fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir að skemma Subaru Legacy

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 17:29

Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa ruðst inn í bíl af gerðinni Subaru Legacy og valdið skemmdum á honum.

Atvikið átti sér stað í janúar árið 2022. Samkvæmt ákæru ruddist maðurinn heimildarlaust inn í bílinn á bílastæði og skemmdi innréttingar á ökumannssvæði, auk þess að skemma útvarpið í bílnum. Tónið nam rúmlega 322.000 krónum.

Annar maður var með í för þegar skemmdarverkið var framið en fallið var frá ákæru gegn honum.

Hinn ákærði játaði sök sína fyrir dómi. Hann er 22 ára gamall og hefur áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás og hefur hann rofið skilorð. Í dómnum segir:

„Samkvæmt sakavottorði var hann 15. október 2020 sakfelldur fyrir líkamsárás en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Sá dómur var tekinn upp og dæmdur með dómi 25. janúar 2021 og ákærða gerður hegningarauki, 45 daga fangelsisrefsing, skilorðsbundið tvö ár, fyrir líkamsárás í desember 2018. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu rauf hann skilorð síðastgreinds dóms. Ber því nú að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga. Verður refsing ákærða samkvæmt því tiltekin eftir reglum 77. gr. hegningarlaganna og þykir hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði.“

Hann gekkst við bótaskyldu gagnvart eiganda bílsins en taldi kröfuna of háa. Dómari taldi hins vegar viðgerðarkostnað upp á 322.000 krónu vera rétt metinn.

Niðurstaðan var þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og bótagreiðslur upp á rétt rúmlega 322 þúsund krónur. Auk þess þarf hann að greiða 130.000 krónur í málskostnað og verjanda sínum rúmlega 210 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“