Þetta segir meðal annars í grein í Jótlandspóstinum um síðustu helgi en greinin er svar við grein Mikael Jalving sem DV fjallaði um í gær. Þessa grein skrifa stúdínurnar Christin Winum og Ida Ehrenreich.
Þær segja síðan að fyrrgreindur Jalving hafi í nýlegri grein í Jótlandspóstinu spurt þeirrar viðkvæmu spurningar hvort tengsl séu á milli mikils straums innflytjenda til Skandinavíu áratugum saman og kynhvatar norrænna kvenna – „greddu“. Þetta byggi Jalving á því að hann hafi sé unga og myndarlega menn frá Afríku og öðrum framandi stöðum í stórborginni og hafi öllu ljósleitari konur hópast um þá.
„Við hikuðum í augnablik, því við skildum auðvitað að það er umdeilanlegt að staðfesta þessi tengsl,“ segja þær og bæta við að þeim hafi síðan dottið í hug framandi menningar-, tónlistar- og matarhátíð sem setji nú mark sitt á Kaupmannahöfn. Þar sé afrískur matur seldur, það sé sungið og dansað, skartgripir seldir og eftirlíkingar af merkjavöru. „Á götunum stilla ungir, myndarlegir, vel vaxnir afrískir menn í litríkum klæðnaði sér upp fyrir framan hópa ljósleitra, miðaldra kvenna , svo maður kemst varla eftir Nørrebrogade. Loftið angar af losta, erótík og tístandi gröðum konum sem segja nei við rasisma og já við lífinu og auðvitað greddunni,“ segja þær síðan.
Þær segjast síðan ekki hafa skilið alveg hvað var í gangi en eftir að hafa lesið grein Jalving, innfædds Dana, og staðhæfingu hans um að það séu að mestu kvenkjósendur og stjórnmálamenn sem kynda undir og verja innflutning á fallegum, vel vöxnum körlum frá Afríku og Miðausturlöndum hafi skyndilega allt verið skýrt í huga þeirra. „Við höfðum lengi trúað að þessi sýn á útlendingamálin, sem við köllum mannlega, hafði verið keypt sem slík, mannleg. En nei, það komst upp að við erum graðar konur sem höfum ekki áhyggjur af raunverulegum samfélagsvandamálum, heldur einblínum við á að fullnægja kynhvöt okkar,“ segja þær í hæðnistóni og bæta við: „Graðar konur með umhyggjugen, köllum við þær í Danmörku.“
Þær halda síðan áfram að draga skoðanir Jalving saman í háði og tengja þær og kenningar þekktra heimspekinga við kynhvöt og greddu kvenna.
„Við verðum að gera enn eina játninguna. Meira að segja val okkar á menntun og atvinnu og sýn okkar á fólk og heiminn er eingöngu út frá kynhvöt okkar. Enga konur dreymir um ógreddulegt og ósexý líf, vinnu eða þess háttar.“