„Málið, sem ég vakti athygli á varðandi skort á skotfærum, er því miður óleyst og þetta er stórt vandamál,“ segir Prigozhin á hljóðupptöku sem Wagnerliðar birtu á opinberri Telegramrás hans.
CNN skýrir frá þessu og segir að Prigozhin telji að nóg sé til af skotfærum í Rússlandi þar sem hergagnaiðnaðurinn hafi náð „ætluðum mörkum“ og geti staðið undir þörfum landsins en hafi einnig sagt hann „geti ekki leyst þennan vanda þrátt fyrir öll vinatengslin og sambönd“.
Hann segir í upptökunni að honum hafi verið sagt að hann þurfi að „fara og biðja afsökunar“, einhvern „háttsettan“ sem hann á í „erfiðu sambandi við“ til að leysa þetta mál en segir að hann viti ekki hver það er.