fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Afsögn bæjarstjóra sem hefur ekki skráð sumarhús sín og fjölskyldu sinnar né greitt gjöld af þeim

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 09:00

Jón Björn Hákonarson hefur sagt upp sem bæjarstjóri og hverfur úr sveitarstjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Björn Hákonsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, tilkynnti í gær að hann láti af embætti bæjarstjóra og sem fulltrúi í sveitarstjórn en hann hefur setið þar fyrir Framsóknarflokkinn sem myndar meirihluta með Fjarðarlistanum. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta og óskaði í gær eftir skýringum á fasteignamálum Jóns Björns.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að Jón Björn og fjölskylda hans hafi átt óskráðar fasteignir í sveitarfélaginu og hafi ekki greitt fasteignagjöld af þeim.

Í síðustu vik fengu bæjarfulltrúar erindi varðandi sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal sem er innarlega í Norðfirði. Þessar lóðir eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans. Engin gjöld hafa verið greidd af húsunum, sem eru á lóðunum, en hins vegar hafa gjöld verið greidd af lóðunum.

Fréttablaðið hefur eftir Snorra Snorrasyni, fjármálastjóra Fjarðarbyggðar, að engir sumarbústaðir séu skráðir í fasteignamat, aðeins lóðirnar.

Hann sagði þetta vera fimm til tíu ára sögu. Sótt hafi verið um byggingarleyfi en því hafi verið hafnað. Málið hafi verið í deiliskipulagsgerð árum saman og byggingafulltrúi hafi hvorki stöðvað byggingu húsanna né leyft hana. Þegar hann var spurður hvort þetta væru óleyfisbústaðir sagði hann: „Það má túlka það þannig.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni