fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ekki lengur Eigin Konur – Edda Falak byrjar með nýja þætti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. febrúar 2023 14:34

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak hefur hafið störf á ritstjórn Heimildarinnar og byrjar með nýja þætti sem hefja göngu sína í mars.

Þættirnir bera yfirskriftina: „Edda Falak“ og samkvæmt tilkynningu á vef Heimildarinnar mun Edda „halda áfram að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið, auk þess að sinna öðrum verkefnum. Þættir undir hennar stjórn koma áfram út í nýrri mynd undir merkjum Heimildarinnar.“

„Fyrir mig er mikils virði að vera orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar, þar sem ég fæ tækifæri til að fjalla um mál í víðara samhengi en áður. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum,“ segir Edda.

Áskrifendur Heimildarinnar munu hafa aðgengi að þáttunum en einnig verður hægt að kaupa áskrift aðeins að þáttunum – í gegnum vef Heimildarinnar – og kostar hún 1.390 krónur á mánuði.

Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur hófu göngu sína í mars 2021 og fóru fljótlega að hafa afgerandi áhrif á þjóðfélagsumræðuna með afhjúpandi viðtölum við meinta þolendur ýmissa þjóðþekktra einstaklinga. Í mars 2022 hóf hún samstarf við Stundina og var auk þess með Patreon-síðu þar sem áskrifendur gátu keypt aðgang að þáttum hennar.

Í síðustu viku greindi DV frá því að enginn þáttur af Eigin Konum hafði komið út í tvo mánuði án þess að greint væri frá því að Edda væri að fara í frí, eða að hætt væri að rukka áskrifendur á Patreon-síðu þáttarins. Síðan er enn virk og ekki hefur komið fram hvað verður um hana.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú