Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“.
BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við að panta flugvélar fyrir herinn og til borgaralegra nota. „Of langur tími, þetta tekur of langan tíma. Hvað ertu að slugsa? Hvenær verður skrifað undir samningana?“ sagði Pútín.
Varnarmálaráðuneytið segir að þetta sé „eitt mesta reiðikast“ Pútíns síðan stríðið hófst. Segir ráðuneytið að ástæðan fyrir þessari reiði sé að rússneskur vopnaiðnaður anni ekki eftirspurn.
„Háttsettir rússneskir leiðtogar vita líklega að hergagnaiðnaður ríkisins er að verða að krítískum veikleika,“ segir í stöðufærslu ráðuneytisins.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 15 February 2023
Find out more about the UK government's response: https://t.co/XILK9JDeqM
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/KKcT027LpV
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) February 15, 2023