fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Mikill viðbúnaður í Sundahöfn – Slökkvilið kallað út vegna bruna á áfangaheimili Betra líf

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 09:48

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna eldssvoða nærri Sundahöfn. Minnst tveir sjúkrabílar hafa verið kallaðir út. Fimm hafa verið fluttir á slysadeild.

Um er að ræða húsnæði að Vatnagörðum 18.

Eldurinn er í áfangaheimili en Fréttablaðið hefur samkvæmt upplýsingum frá íbúa heimilisins að eldurinn hafi kviknað í einu herbergi. Enn er óstaðfest hvort einhver sé inni í herberginu. Samkvæmt íbúanum sem vildi ekki láta nafns síns getið er það þó talið ólíklegt.

Hann sagði enn einn inni í húsnæðinu en á vettvangi er allt tiltækt lið slökkviliðsins.

Eldurinn sést vel frá Sæbraut þar sem fjöldi sjónarvotta fylgist með.
Mynd: Fréttablaðið/aðsend.

Áfangaheimilið Betra líf er starfrækt í húsnæðinu. Í viðtali við Heimildina í lok janúar sagði Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins, leigja þar virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd.

„Já, ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ segir Arnar. Aðspurður hvernig það fari saman að leigja þessum ólíku hópum herbergi í sama húsnæði segir hann að það sé hægt að loka af svæði í húsnæðinu og skipta því upp í þrjár einingar.  Alls leigðu sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu þegar viðtalið var tekið. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Arnar.

Arnar svaraði síma þegar blaðamaður DV hringdi í hann klukkan rúmlega 10: „Ég er aðeins upptekinn. Má ég heyra í þér síðar. Bless.“ Skellti Arnar síðan á blaðamann.

Arnar Gunnar Hjálmtýsson. Mynd: Hringbraut

Samkvæmt frétt RÚV eru 23 búsettir á áfangaheimilinu en viðvera þeirra er slitrótt.

Strætisvagni hefur verið lagt á vettvangi þar sem íbúar fá skjól, þeim mun einnig verða veitt áfallahjálp.

Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur