Af öryggisástæðum koma mennirnir ekki fram undir nafni í viðtalinu. Í því segja þeir meðal annars að þeir málaliðar, sem hlýddu ekki skipunum, hafi samstundis verið skotnir af yfirmönnum sínum.
Þeir segja einnig frá gríðarlegu mannfalli í „fyrstu bylgju árása“ og má líkja þessum lýsingum við lýsingar á því sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni.
„Við vorum 90. 60 dóu í fyrstu árásinni, drepnir með sprengjuvörpuskothríð, og margir særðust. Ef einum hóp mistókst, þá var annar strax sendur. Ef öðrum hópnum mistókst, var enn einn hópurinn sendur,“ segir annar mannanna um misheppnaða árás Rússa við Lysytjansk.
Báðir segjast þeir hafa verið fengnir til liðs við Wagner þegar þeir sátu í fangelsi síðasta haust. Báðir segjast þeir sjá eftir að hafa gengið til liðs við Wagner.
Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að 40.000 til 50.000 fangar hafi verið fengnir til liðs við Wagner.