fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Ástráður settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og SA

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 18:28

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur sett Ástráð Haraldsson, héraðsdómara, sem ríkissáttasemjara í yfirstandandi vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt að veita Ástráði leyfi frá dómarastörfum og hefst leyfið nú þegar.

Með erindi til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2023, óskaði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, eftir því að víkja í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra ákveðið að verða við þeirri beiðni.

Aðalsteinn Leifsson gegnir eftir sem áður embætti ríkissáttasemjara. Störf Ástráðs Haraldssonar munu einvörðungu snúa að ofangreindri vinnudeilu.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar lýsir í færslu á Facebook-síðu yfir ánægju sinni með valið:

„…er það í mínum huga sannarlega jákvætt að settur hafi verið nýr sáttasemjari yfir deiluna og lýsi ég ánægju með Ástráð Haraldsson í það embætti. Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök