Celeste Wallander, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sem fer með alþjóðleg öryggismál í bandarísku ríkisstjórninni, segir að talið sé að rússneski herinn hafi misst helming mikilvægustu skriðdreka sinna í Úkraínu.
CNBC skýrir frá þessu og segir að Wallander hafi sagt að hernaðarmáttur Rússa, sérstaklega á jörðu niðri“ hafi veikst mjög mikið. Hún sagði einnig að bandarísk stjórnvöld telji að tugir þúsunda rússneskra hermanna hafi fallið í stríðinu.