Sylvía Rut Sigfúsdóttir, varafréttastjóri Vísis, hefur verið ráðin sem upplýsingafulltrúi Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Fréttablaðið greinir frá. Samkvæmt vef Stjórnarráðsins hefur Sylvía Rut störf á næstu vikum.
Sylvía Rut er varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hefur umsjón með Lífinu á visir.is, hún hefur starfað þar frá haustinu 2017, en áður var hún á DV, en hún hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 2013.
Sylvía er með B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.
Staða upplýsingafulltrúa var auglýst í nóvember á síðasta ári, en alls bárus 37 umsóknir um starfið.