Þetta er mat Global Risk Management.
Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, tilkynnti á föstudaginn að frá mars muni Rússar draga úr olíuframleiðslu sinni um 500.000 tunnur á dag.
Þetta er ansi mikið magn því Rússar framleiða 11 milljónir tunna á dag en á heimsvísu er framleiðslan um 100 milljónir tunna á dag.
Þessi aðgerð Rússar er mótleikur við refsiaðgerðum Vesturlanda sem tóku gildi fyrir viku síðan. Í þeim felst meðal annars að verðþak er á rússneskri olíu og dísilolíu. Einnig er bannað að kaupa sumar tegundir olíu og dísilolíu frá Rússlandi.
Olíuverð hækkaði um tvö prósent í kjölfar tilkynningar Rússa. Hækkaði olíuverð um átta prósent í síðustu viku.
Ákvörðun Rússa kemur á sama tíma og útlit er fyrri að ekki sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði að sögn B.T.