fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Nýr leikur Rússa veldur verðhækkunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 08:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hækkuðu ýmsar hrávörur mikið í verði en verðið hefur verið á niðurleið síðustu mánuði. En verðsveiflum, af völdum stríðsins, er ekki lokið og í kjölfar ákvörðunar Rússa á föstudaginn hækkaði verðið á olíu og hætt er við að það hækki enn frekar.

Þetta er mat Global Risk Management.

Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, tilkynnti á föstudaginn að frá mars muni Rússar draga úr olíuframleiðslu sinni um 500.000 tunnur á dag.

Þetta er ansi mikið magn því Rússar framleiða 11 milljónir tunna á dag en á heimsvísu er framleiðslan um 100 milljónir tunna á dag.

Þessi aðgerð Rússar er mótleikur við refsiaðgerðum Vesturlanda sem tóku gildi fyrir viku síðan. Í þeim felst meðal annars að verðþak er á rússneskri olíu og dísilolíu. Einnig er bannað að kaupa sumar tegundir olíu og dísilolíu frá Rússlandi.

Olíuverð hækkaði um tvö prósent í kjölfar tilkynningar Rússa. Hækkaði olíuverð um átta prósent í síðustu viku.

 Ákvörðun Rússa kemur á sama tíma og útlit er fyrri að ekki sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði að sögn B.T.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi