fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

VIÐVÖRUN: Óvenju mikið um svikatilraunir síðasta sólarhringinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. febrúar 2023 13:10

Dæmi um svikapóst. Aðsent skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök fjármálafyrirtækja vara sérstaklega við svikahrinu á netinu þessa dagana. Segja samtökin að óvenjumikið hafi verið um svikatilraunir síðasta sólarhringinn og hvetja þau fólk til að vera á varðbergi.

Svikin lýsa sér í trúverðugum sms-skilaboðum í tengslum við væntanlegar sendingar. Lykilatriði er að veita ekki svikahröppum aðgengi með rafrænum skilríkjum. Ef slíkt gerist er nauðsynlegt að hringja í neyðarþjónustu viðkomandi viðskiptabanka og láta loka appi og kortum. Fréttatilkynning frá Samtökum fjármálafyrirtækja um þetta er eftirfarandi:

Fréttatilkynning frá Samtökum fjármálafyrirtækja:

Appelsínugul viðvörun vegna svika

Ástæða er til að vara sérstaklega við svikahrinu þessa dagana.

Á síðasta sólarhring hefur verið óvenju mikið um svikatilraunir og er ástæða til að biðja fólk að vera sérstaklega á varðbergi.

Svikin ganga þannig fyrir sig að einstaklingar fá sms í tengslum við væntanlegar sendingar. Þessar sms sendingar geta verið mjög trúverðugar. Fólk er beðið um slá inn símanúmer, sem svikararnir síðan nýta til að komast inn í netbanka / öpp viðkomandi.

Þeir sem hafa treyst á slík sms hafa veitt þessum svikurum aðgengi að bankaupplýsingum sínum með rafrænum skilríkjum. Afar mikilvægt er að hringja þegar í neyðarþjónustu hjá sínum banka og láta loka bæði appi og kortum. Öryggisþjónustur bankanna hafa á síðasta sólarhring náð að loka svikasíðu, en í kjölfarið verða nýjar stofnaðar og svikatilraunir halda áfram. Oft hefur fólk verið beðið um kortaupplýsingar en núna er beðið um símanúmer.

Þá er vert að brýna fyrir viðskiptavinum bankanna að vera alltaf á varðbergi þegar það notar rafræn skilríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna