Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í dag enda er vonskuveður nú víða, ekki síst með suðurströndinni. Víða hefur orðið foktjón en meðal starfa björgunarsveitafólks hefur verið að bjarga umferðarskilti á Arnarneshæð og svölum í Kópavogi, en þar hefur fólk sem lokaði ekki út á svalir áður en veðurhamurinn fór af stað, lent í erfiðleikum.
Meðfylgjandi myndir koma frá Landsbjörg.