fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Sjómenn semja til 10 ára – „Vona að við höfum staðið undir væntingum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:54

Mynd úr safni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi undirrituðu stéttarfélög sjómanna og SFS nýjan kjarasamning til 10 ára. Er þar um að ræða Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Samningarnir eru að öllum líkindum þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir hér á landi.

Megininntak samninganna lýtur að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækka í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.
Sjómenn voru samningslausir frá árslokum 2019 og var viðræðum slitið árið 2021. Viðræður vegna núverandi samnings höfðu staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum.

Í tilkynningu frá SFS segir að hlutaskiptakerfið hefur sannanlega tryggt aukna verðmætasköpun með reynslumiklum áhöfnum skipa, góðu skipulagi veiða og áherslu á gæði. Íslenskur fiskur hefur þannig orðið að eftirsóttri hágæðavöru í alþjóðlegri samkeppni. Þennan árangur er mikilvægt að verja. Með langtímasamningi til 10 ára er samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Með stofnun sérstakrar öryggisnefndar verður jafnframt settur aukinn þungi í öryggismál og heilsu sjómanna.

„Þrátt fyrir nokkuð langan aðdraganda að undirritun nýs kjarasamnings, þá tel ég að samtalið hafi fært okkur aukinn skilning á þeim álitamálum sem við stóðum frammi fyrir. Þegar allt kemur til alls, þá fara hagsmunir sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja saman. Verkefnið snýst ekki aðeins um að störf á sjó séu eftirsóknarverð, laun séu góð og að verðmætum sé rétt skipt, þótt þetta allt sé að sjálfsögðu mjög mikilvægt. Við viljum ekki síður að sjómönnum almennt líði vel, andlega og líkamlega, að gott jafnvægi sé á milli vinnu og einkalífs og að fjárhagsleg afkoma við starfslok sé treyst. Við settum því mikla áherslu á þessa þætti. Nú verðum við einfaldlega að vona að við höfum staðið undir væntingum þeirra sem fólu okkur ábyrgð á gerð þessara kjarasamninga og bíða afstöðu þeirra,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“