fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir að nú geti Úkraínumenn tekið meiri áhættu en áður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 07:00

Úkraínskir hermenn í Donetsk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn eiga skriðdreka og nota þá í stríðinu gegn rússneska innrásarhernum. Nú hefur verið staðfest að Vesturlönd munu senda þeim nokkur hundruð skriðdreka til viðbótar og það gefur þeim tækifæri til að „leyfa sér“ að taka meiri áhættu en áður með þeim skriðdrekum sem þeir eiga núna.

Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við TV2.

Hann sagði að þar sem Úkraínumenn viti að þeir eiga von á nýjum skriðdrekum geti þeir valið þá leið að vera sókndjarfari á vígvellinum því þeir þoli að skriðdrekar eyðileggist eða skemmist.

Hann sagði að sama staða sé uppi hjá Rússum. Þeir séu að standsetja gamla skriðdreka og þetta hafi gengið upp hjá þeim fram að þessu því þeir hafi komið skriðdrekunum á vígvöllinn en þeir missi einnig skriðdreka í bardögunum þar. Nú sé þetta kapphlaup stríðsaðila um að koma skriðdrekunum á vígvöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið