fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Kári segir Vilborgu „úti í mýri“ – „Mér finnst fólk vera farið að ruglast dálítið í hovedet“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 09:00

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er algjör firra að halda því fram að ef einhver segir við þig að heilsu þinni steðji hætta af offitu þinni sé þar með verið að sýna þér litla virðingu.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið. Hann er þarna að vísa í ummæli Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttur, næringarfræðings og stjórnarkonu í Samtökum um líkamsvirðingu, á vef Fréttablaðsins. Hún sagði að vísindaleg rök styðji ekki skilgreiningu á offitu sem sjúkdómi.

Sagði Vilborg að notkun megrunarlyfja á borð við Ozempic og Sazenda væri heldur ekki studd slíkum rökum.

„Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og alls konar krabbameinum. Það sem meira er, að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig að það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið.

Hann benti á að fyrrnefnd lyf létti fólk á marktækan hátt og það sé línulegt samband á milli þyngdartapsins og minnkunar á hættunni á öllum þessum sjúkdómum. „Lyfin sem hún er að henda skít í eru íhaldssamari leiðin til þess að takast á við þetta,“ sagði hann.

Hann benti einnig á að búið sé að sýna fram á að hjáveituaðgerðir auki lífslíkur: „Það er bókstaflega búið að sýna fram á að það fólk sem hefur komist burt úr þessari offitu með róttækum aðgerðum, að það lengir líf umtalsvert. Þannig að þessar staðhæfingar hjá stjórnarmeðlimnum, hún segist hafa fylgst vel með en ég veit ekki hvað hún hefur lesið, því hún er alveg gjörsamlega úti í mýri þegar að þessu kemur.“

Hann tók sem dæmi að of feitur einstaklingur á aldrinum 35 til 40 ára sé í svipaðri hættu og hann sjálfur á að fá ýmsa sjúkdóma: „Eins og ég, gamli maðurinn, því það er með ellina eins og offituna að henni fylgir aukin áhætta á alls konar sjúkdómum, meðal annars hjartabilun, kransæðastíflu, alls konar krabbameinum, sykursýki og svo framvegis. Það er enginn að segja að ég eigi minni virðingu skilið vegna þess að ég er í meiri hættu á hinum og þessum sjúkdómum, mér finnst fólk vera farið að ruglast dálítið í hovedet.“

Hann sagðist telja vitlaust að telja að einhver vanvirðing felist í því að viðurkenna að það sé ekki gott fyrir heilsuna að vera feitur: „Það eru engin ný vísindi, þetta hafa menn alltaf vitað.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar