fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 17:02

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma verkfallsvarða Eflingar er fordæmd.

„Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða Eflingar við gesti og starfsfólk Íslandshótela síðustu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Saka samtökin verkfallsverði um að hafa reynt vísvitandi að valda æsingi og uppsteyt:

„Það er eðlileg krafa að verkfallsvarsla fari fram með yfirveguðum hætti. Verkfallsverðir Eflingar hafa síðustu daga sýnt einbeittan vilja til að valda æsingi og uppsteyt að óþörfu á hótelum þar sem verkfall er í gildi. Þá hafa þau gengið á og sakað starfsfólk í öðrum stéttarfélögum og starfsfólk annarra fyrirtækja sem sannanlega á ekki að vera í verkfalli um verkfallsbrot að ósekju og sýnt af sér ógnandi framkomu gagnvart þeim. 

Síðast en ekki síst hefur þessi framkoma Eflingarfólks valdið óþarfa truflun og ónæði fyrir erlenda gesti, sem eiga engan hlut í vinnudeilum hér á landi, skaðað upplifun þeirra og valdið vanlíðan. Æsingur og ógnandi framkoma verkfallsvarða Eflingar á ekkert erindi við erlenda gesti.

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Eflingu að láta þegar af slíkum aðferðum, enda ljóst að markmiðum um verkfallsvörslu verður náð með mun yfirvegaðri hætti.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi